fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Lögreglan telur sig hafa handtekið skotmanninn úr Rauðagerði – Eitt flóknasta sakamál síðustu ára

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 06:47

Einn sakborninga í Rauðagerðismálinu leiddur út úr húsi Héraðsdóms Reykjavíkur mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn á morðinu á Armando Beqirai, sem var skotinn til bana í Rauðagerði um síðustu helgi, miðar ágætlega að sögn lögreglunnar. Málið er sagt vera eitt flóknasta og umfangsmesta sakamál, sem upp hefur komið hér á landi, á síðustu árum. Sjö hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í dag segir að tveir, að minnsta kosti, hafi kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Haft er eftir Margeiri Sveinssyni, yfirlögregluþjóni, að lögreglan telji sig vera með skotmanninn í haldi en útilokar ekki að fleiri en einn hafi verið að verki.

Aðeins einn Íslendingur er á meðal hinna handteknu. Hinir eru erlendir ríkisborgarar en flestir búsettir hér á landi. Íslendingurinn heitir samkvæmt heimildum DV Anton Kristinn Þórarinsson en hann hefur að sögn verið umsvifamikill í fíkniefnaheiminum árum saman. Hann hefur lýst sig saklausan af aðild að málinu og kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar.

Morgunblaðið segir að Evrópulögreglan Europol aðstoði við upplýsingaöflun vegna málsins en einn angi rannsóknarinnar snýr að því hvort málið hafi tengingu við skipulögð erlend glæpasamtök.

Lögreglan hefur lagt hald á marga muni vegna rannsóknarinnar og framkvæmt fjölda húsleita.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að þeir fjórir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sunnudaginn og á þriðjudaginn tengist. Eru útlendingarnir sagðir hafa starfað fyrir Anton Kristinn sem er sagður vera í mjög erfiðri stöðu í undirheimunum þessa dagana eftir að hann var sakaður um að hafa verið uppljóstrari lögreglunnar árum saman. Eru útlendingarnir sagðir hafa verið fengnir hingað til lands til að vernda Anton, meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“