fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

21 látinn og milljónir án rafmagns í Texas – Sögulegt vetrarveður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 07:47

Það var snjór í Austin í Texas í síðustu viku. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögulegt vetrarveður gengur nú yfir sunnanverð Bandaríkin. Í Texas eru milljónir án rafmagns og 21, hið minnsta, hefur látist af völdum óveðursins í nokkrum ríkjum. Í Houston er ástandið svo slæmt að fyrirtæki, sem enn hafa rafmagn, eru hvött til að hleypa fólki inn til að hlýja sér. Að auki hefur veðrið orðið til þess að öflugir skýstrókar hafa herjað á suðausturhluta landsins.

Kuldi hefur lagst yfir stóra hluta landsins og af þeim sökum hefur þurft að loka mörgum bólusetningarstöðum, þar sem bólusett er gegn kórónuveirunni, og dreifing bóluefna hefur farið úr skorðum. Ekki er reiknað með að ástandið lagist fyrr en um helgina.

Yfirvöld í Texas hafa verið harðlega gagnrýnd af því að raforkukerfi ríkisins annar ekki eftirspurn í þeim mikla kulda sem hefur lagst yfir ríkið. Af þeim sökum eru milljónir manna án rafmagns.

Í Texas, Louisiana, Kentucky og Missouri hafa að minnsta kosti 21 látist af völdum veðursins, beinna eða óbeinna. Í Sugar Land í Texas létust fjórir þegar hús brann eftir að rafmagni sló út.

Snjómokstur er ekki hversdagslegur í Fort Worth. Mynd:AFP

Joe Biden, forseti, hefur fullvissað ríkisstjóra verstu settu ríkjanna um að alríkisstjórnin sé reiðubúinn til að rétta hjálparhönd á allan hugsanlega hátt.

Sylvester Turner, borgarstjóri í Houston, sagði á fréttamannafundi í gær að 1,3 milljónir borgarbúa séu án rafmagns.

Yfirvöld hafa varað fólk við að nota grill og gasofna innanhúss en viðvörunin var send út eftir að fjöldi fólks leitaði á sjúkrahús eftir að hafa reynt að hita hús sín upp með slíkum tækjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því