fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Danir safna fyrir börn Freyju – 2,2 milljónir hafa safnast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 05:27

Freyja Egilsdóttir Mogensen. Mynd: Lögreglan á austur Jótlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt á heimili sínu í Malling á Jótlandi fyrr í mánuðinum, hrundu fyrir helgi af stað fjársöfnun fyrir börn hennar en Freyja lætur eftir sig tvö ung börn. Söfnunin hefur gengið framar öllum vonum að sögn Kim Sebine Krolmark, sem er ein af þremur upphafsmönnum söfnunarinnar. Í gærkvöldi höfðu 108.000 danskar krónur safnast en það svarar til um 2,2 milljóna íslenskra króna.

„Við komumst í 108.000 krónur nú í kvöld. Það er frábært að fólk vilji hjálpa börnunum,“ sagði hún í samtali við B.T.

Freyja var myrt af fyrrum eiginmanni sínum, Flemming Mogensen, á heimili sínu í Malling. Flemming hefur viðurkennt að hafa orðið Freyju að bana. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann varð konu að bana því 1995 myrti hann tvítuga barnsmóður sína með því að stinga hana 18 sinnum. Fyrir það var hann dæmdur í tíu ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum