Michail Antonio leikmaður West Ham var í sínu besta skapi á degi ástarinnar í gær, Valentínusardagurinn var haldin hátíðlegur víða um heim í gær.
Antonio sem hefur verið frábær með West Ham síðustu vikur lét sitt ekki eftir liggja og sendi rafræna kveðju á unnustu sína.
Segja má að kveðjan hafi vakið verulega athygli en Antonio slær á létta strengi í kveðju sinni.
„Ég elska þig með öllum limnum á mér, ég myndi segja hjartani en limurinn á mér er stærri. Gleðilegan Valentínusardag allir,“ skrifar Antonio í kveðjunni.
Með kveðjunni birtir hann svo mynd af sér og unnustu sinni en viðbrögðin við þessum skrifum Antonio eru ansi misjöfn. Margir sjá húmorinn í færslu hans en sumum ofbýður hreinlega.
I love you with all my willy, I would say my heart but my willy is bigger 🤣 Happy vday everyone ❤️ #stolenquote #toogoodtonotshare pic.twitter.com/iZRA8a6s9T
— Michail Antonio (@Michailantonio) February 14, 2021