fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Staðfest að um manndráp var að ræða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðfest í nýrri tilkynningu að manni sem fannst stórslasaður fyrir utan hús í Rauðagerði undir miðnætti í gærkvöld og lést skömmu síðar á Landspítalanum var ráðinn bani. Í tilkynningunni segir:

„Karlmanni á fertugsaldri var ráðinn bani í austurborginni um miðnætti í gærkvöld, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 23.57. Áverkar eftir skotvopn fundust á líki mannsins. Rannsókn málsins er í algjörum forgangi hjá embættinu og er í einn haldi vegna hennar. Að öðru leyti er vísað til tilkynningar lögreglu um málið frá því fyrir hádegi.“

Frekari upplýsingar um málið berast síðar frá lögreglu.

Einn maður er í haldi lögreglu vegna málsins. Sá látni var á fertugsaldri og erlendur. Maðurinn sem situr í haldi lögreglu er einnig á fertugsaldri og erlendur.

Fyrri tilkynning lögreglu um málið var eftirfarandi:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsi í austurborginni um miðnætti í gærkvöld, en þar var tilkynnt um slasaðan karlmann utan við húsið. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var maðurinn fluttur á Landspítalann, en var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. Maðurinn var á fertugsaldri.

Rannsókn málsins er á frumstigi, en einn er í haldi í þágu hennar.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Búast má við annarri tilkynningu frá lögreglu þegar rannsókn málsins vindur fram, líklega síðar í dag.“

Var skotinn til bana fyrir utan heimilið

Samkvæmt frétt Vísis var maðurinn skotinn til bana fyrir utan heimili sitt. Lögreglan handók mann, grunaðan um aðild að málinu, í Garðabæ, skömmu eftir að að sá sem varð fyrir árásinni fannst fyrir utan hús sitt í Rauðgerði.

Samkvæmt vef Fréttablaðsins er hinn látni frá Albaníu en var búsettur hérlendis.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram