fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Ekki minnst á Jón Baldvin í frétt RÚV um viðurkenningu Íslendinga á sjálfstæði Litáen

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 22:23

Samsett mynd - Jón Baldvin og RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 11. febrúar voru liðin 30 ár frá því Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði Litáen, fyrstir þjóða. Litáen lýsti yfir sjálfstæði í mars 1990. Þann 11. febrúar 1991 var síðan samþykkt á Alþingi að viðurkenna sjálfstæði Litáa. Sú ákvörðun hefur þótt lýsa miklu hugrekki því Litáen var þá hluti af Sovétríkjunum sem voru vön að bregðast af hörku við sjálfstæðistilburðum Eystrasaltsríkjanna. Svo varð þó ekki því Sovétríkin liðuðust sundur skömmu eftir þetta.

Jón Baldvin Hannibalsson var á þessum tíma utanríkisráðherra Íslands og hafði allt frumkvæði að þessari ákvörðun fyrir hönd Íslendinga.

Í frétt RÚV þar sem sagt er frá þessum tímamótum er Jón Baldvin ekki nefndur á nafn en sést þó greinilega í myndskeiði frá 1991 sem birtist með fréttinni.

Inga Minelgaité, kjörræðismaður Litáens á Íslandi, færði Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra blóm og þakkir frá litáensku þjóðinni í tilefni 30 ára afmælis sjálfstæðisviðurkenningar Íslendinga.

Í frétt RÚV heyrist Inga ekki minnast á Jón Baldvin. Í umræðum á Facebook í kvöld má skilja á henni að hún hafi rætt um Jón Baldvin í fréttinni. Alþekkt er að fréttaviðtöl í sjónvarpi eru iðulega klippt og stytt.

Glúmur Baldvinsson, sonur Jóns Baldvins, fer hörðum orðum um RÚV á Facebook í kvöld og í ummælum þar er Inga spurð hvort hún hafi minnst á Jón Baldvin við RÚV. Svarar hún því til að hún geri það alltaf.

Glúmur skrifar: „Ég er kjaftstopp. Horfði á frétt RUV sem fjallaði um þakklæti Litháensku þjóðarinnar til okkar Íslendinga fyrir að hafa fyrst þjóða viðurkennt sjálfstæði Litháa fyrir akkurat 30 árum. Í fréttinni segir að sérhvert mannsbarn í Litháen sé ævarandi þakklátt Íslendingum enn þann dag í dag. En hvað er ekki minnst á í fréttinni og við hvern er ekki talað? Jú manninn sem fyrir okkar hönd viðurkenndi sjálfstæði Litháa. Ekki orð um þann mann! Hvílíkur dónaskapur og hneisa. RUV skammastu þín.“

Ásakanir á hendur Jóni Baldvin um kynferðislega áreitni hafa verið mjög fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum undanfarin ár. Hefur umfjöllun þau mál líklega náð hámarki undanfarna daga vegna meiðyrðamáls Jóns Baldvins á hendur RÚV, Sigmari Guðmundssyni og Aldísi Schram, dóttur Jóns Baldvins, en hann stefnir vegna viðtals sem Sigmar tók við Aldísi og spilað var á Rás 2. Aldís sakar föður sinn um kynferðisbrot og að hafa fyrirskipað nauðungarvistun hennar árið 1992, en þá var hann ráðherra.

https://www.facebook.com/GlumurB/posts/10160563644207835

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn