fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Fréttir

Sauð upp úr á B5 – Olnbogaskot hafði afleiðingar

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur karlmaður var í dag dæmdur í héraðsdómi Reykjaness í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára vegna líkamsárásar. Umrædd árás átti sér stað á skemmtistaðnum fræga B5, sem var hýstur við Bankastræti 5.

Umrætt atvik átti sér stað laugardaginn  2. febrúar 2019. Maðurinn var dæmdur fyrir að veita öðrum einstaklingi olnbogaskot sem varð til þess að framtennur brotaþola í efri og neðri góm urðu fyrir skemmdum. Þær gengu inn losnuðu að hluta.

Karlmaðurinn játaði sakir sínar skýlaust. Játning hans var ekki dregin í efa, en hún er sögð hafa verið í samræmi við rannsóknargögn málsins. Málið var því tekið til dóms án  frekari sönnunarfærslu. Lögfræðingur ákærða krafðist vægustu refsingar sem völ var á og að hún yrði skilorðsbundin.

Líkt og áður kom fram var maðurinn dæmdur í 30 daga fangelsi, þar af skilorðsbundið til tveggja ára. Þá er honum einnig sett að greiða málvarnarkostnað sinn, en engan annan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reykjanesbær léttir fjárhagslegar byrðar körfuboltans í bænum

Reykjanesbær léttir fjárhagslegar byrðar körfuboltans í bænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gömlu hjónin unnu milljónir í Víkingalottóinu – Þetta er það fyrsta sem þau keyptu sér

Gömlu hjónin unnu milljónir í Víkingalottóinu – Þetta er það fyrsta sem þau keyptu sér
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau