fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Danir kaupa peningaskápa í stórum stíl – Vilja ekki geyma peninga í banka

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. febrúar 2021 13:10

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seljendur peningaskápa í Danmörku hafa í nógu að snúast þessa dagana en salan er mjög góð og mun meiri en á síðasta ári. Ástæðan er að sífellt fleiri vilja geyma háar peningaupphæðir eða skartgripi heima hjá sér og vilja þá gjarnan fá sér peningaskáp.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Hefur blaðið eftir Jef Jefsen, forstjóra Herning Pengeskabsfabrik, að hann sjái aðallega þrjár ástæður fyrir því að fólk vilji geyma verðmæti heima hjá sér. Sumir vilji ekki geyma peninga á bankareikningum þar sem vextir danskra banka eru neikvæðir þegar upphæðin á reikningum nær 100.000 dönskum krónum. Það þýðir að viðskiptavinir greiða bankanum fyrir að geyma peninga á bankareikningi.

Aðrir séu að fjárfesta í gulli og silfri og skartgripum í staðinn fyrir að geyma peninga í banka. Þriðja ástæðan að hans mati er heimsfaraldur kórónuveirunnar. Margir hafi upplifað ákveðið óöryggi og áttað sig á að sumu geti þeir ekki haft neina stjórn á, til dæmis kórónuveirufaraldrinum. Fólk finni sér því hluti sem það getur haft stjórn á og þar á meðal sé að verða sér úti um góða geymslu fyrir verðmætin sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum