fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

„Þessu þarf að linna“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 19:39

Uhunoma Osayomore

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hælisleitenda frá Nígeríu, Uhunoma Osayomore, hefur verið hafnað hæli hér á landi. Hann glímir við andleg veikindi og er fórnarlamb mansals. Lögmaður hans, Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður mannsins vekur athygli á þessu, en hann lýsir málsmeðferð stjórnvalda sem ótilhlýðilegri. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til Íslands fyrir tæpu einu og hálfu ári, en fram kemur að hann hefur myndað hér sterkt félagslegt net.

Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa synjað Uhunoma Osayomore um hæli og telja ranglega að hann sé öruggur í heimaríkinu Nígeríu og geti fengið þar viðunandi aðstoð. Magnús bendir á að þetta fari þvert á  alþjóðlegar skýrslur sem taki af öll tvímæli um hversu slæmt ástandið er þar í landi.

„Sem dæmi má nefna að fjöldi geðlækna í Nígeríu er einungis 300 talsins en heildarfjöldi íbúa rúmar 200 milljónir. Það er sambærilegt við að einn stakur geðlæknir í hálfu starfi myndi sinna allri íslensku þjóðinni.

Þá hafa fórnarlömb mansals litla sem enga möguleika á því að leita til lögregluyfirvalda vegna landlægrar spillingar og sinnuleysis lögreglu í garð þessa hóps.

Mat íslenskra stjórnvalda á aðstæðum mansalsfórnarlamba í Nígeríu er óforsvaranlegt og rangt.“

Magnús bendir einnig á að kærunefnd útlendingamála hafi jafnframt synjað Uhunoma Osayomore um frestun réttaráhrifa sem felur í sér að nefndin vill að honum verði komið úr landi með valdi áður en honum gefst tækifæri til þess að bera mál sitt undir dómstóla.

„Það er að mínu áliti klárt brot á stjórnarskárvörðum rétti borgaranna að að þeim sé vísað úr landi áður en dómstólar hafa fjallað um réttmæti málsmeðferðarinnar sem þeir máttu sæta. “

Hann segir að málið sé á leiðinni til Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og þá verður endurupptökubeiðni einnig send á kærunefnd útlendingamála. Magnús vonast til þess og trúir að málið fái farsælan endi.

Þá minnist hann á að mörg svipuð mál hafi komist í umræðuna upp á síðkastið, en honum finnst þróunin sorgleg og úr takt við áherslur stjórnvalda. Hann segir að þessu þurfi að linna.

„Þetta mál er eitt margra síðustu misseri þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um hæli hér á landi. Það er ákaflega sorgleg þróun og ekki í takt við þær áherslur núverandi stjórnvalda á mannréttindi og vernd þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi.“

„Framferði stjórnvalda í þessu máli og öðrum keimlíkum er andstætt þeim grunngildum sem við stöndum fyrir sem þjóð. Þessu þarf að linna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum