fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Frosti og Helga gengu í það heilaga – Stjörnum prýtt brúðkaup og stórar fréttir

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 10:29

Mynd: Instagram/Birta Hlín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Frosti Logason og Helga Gabríela Sigurðardóttir gengu í það heilaga um helgina í brúðkaupi sem leit virkilega fallega út á þeim myndum sem birtar voru á samfélagsmiðlum úr brúðkaupinu.

Frosta þekkja flestir sem útvarpsstjörnuna sem hann er á X-inu en Helga er þekkt fyrir að vera einn færasti vegan kokkur landsins. Þá er hún yfirkokkur á Klömbrum Bistro en auk þess var hún að stofna kökufyrirtæki með móður sinni. Móðir Gabríelu er vinsæll förðunarfræðingur, hún starfaði til að mynda sem förðunarstjóri RÚV og stofnaði og rak Make Up Store og má því fastlega gera ráð fyrir því að hún hafi séð um förðunina í brúðkaupinu.

Á samfélagsmiðlum mátti síðan sjá svipmyndir úr brúðkaupinu. Til dæmis mátti sjá veitingarnar, sem voru áberandi flottar, og far brúðhjónanna í Háteigskirkju en þau voru keyrð á hvítum Range Rover af vini sínum. Söngkonan Ragnheiður Gröndal söng í athöfninni og veislan var síðan haldin á vinnustofu Kjarval í miðborginni.

Þá mátti líka sjá að brúðkaupið var svo sannarlega stjörnum prýtt, brot af besta tónlistarfólki landsins mætti og skemmti brúðhjónunum og gestum þeirra. Friðrik Dór, Högni Egilsson, Gréta Salóme, Bríet og sjálfur Bubbi Morthens mættu öll og sýndu listir sínar á þessum fallega degi.

Þrátt fyrir að Frosti og Helga hafi gengið í það heilaga í gær voru það ekki einu fréttirnar í brúðkaupinu. Nýgiftu hjónin opinberuðu nefnilega að það væri að fjölga í fjölskyldunni þeirra en Helga er ólétt af öðru barni þeirra hjóna. Þau eiga von á öðrum dreng og er hamingjan allsráðandi.

DV óskar hjónunum innilega til hamingju, bæði með brúðkaupið og barnið sem er á leiðinni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Birta Hlín (@birtahlin)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því