fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Athugasemd Ólafs varaborgarfulltrúa um skotárásina vekur óhug – „Þetta er vægast sagt ógeðslegt komment“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 29. janúar 2021 09:45

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter fyrir ummæli sín við frétt sem birtist á Vísi í gær. Fréttin sem um ræðir fjallar um það að Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, sé brugðið vegna skotárásinnar en lögreglan fann byssukúlur í bílhurð Dags.

„Byrjaðu á sjálfum þér… Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokallaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri,“ skrifaði Ólafur við frétt Vísis en Ólafur hefur nú eytt færslunni með ummælunum.

Þessi ummæli voru þó endurbirt á Twitter í morgun en á meðal þeirra sem vöktu athygli á þeim var Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.

Hvað er það sem varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks er að reyna að kalla fram hér?“ spurði Heiða í tístinu sem hún birti um málið. Tístið hefur vakið mikil viðbrögð. „Þetta er alvarlegt,“ segir leikarinn Felix Bergsson til að mynda í athugasemdunum við það.

Aðrir borgarfulltrúar fordæma orð Ólafs

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var ekki lengi að fordæma þessi orð Ólafs en hún gerði það á Twitter. „Hafi það verið einhverjum vafa undirorpið, þá fordæmi ég þessi dapurlegu ummæli Ólafs. Það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að fólk geti tekið þátt í pólitískri umræðu án þess að öryggi þess sé ógnað eða friðhelgi heimilis og fjölskyldu rofin,“ skrifaði Hildur um málið.

Magnús Guðmundsson, eða Maggi Peran eins og hann kallar sig, vakti einnig athygli á orðum Ólafs. Maggi sagðist treysta á að þeir sjálfstæðismenn sem hann ber mikla virðingu fyrir taki Ólaf á eintal og merkti Áslaugu Örnu Sigbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, Guðlaug Þór utanríkisráðherra og Katrínu Atladóttur borgarfulltrúa við færsluna. „Þetta er vægast sagt ógeðslegt komment,“ sagði Maggi svo.

Katrín var fljót að mæta í þráðinn og fordæmdi ummælin líkt og Hildur gerði. „Sorgleg ummæli hjá honum. Enginn á að þola hótanir og árásir sem þessar í opnu og frjálsu samfélagi. Við eigum öll sem eitt að fordæma þær,“ sagði Katrín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu