fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Dæmdur ofbeldismaður með fyrstu veðlánarabúllu Íslands

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 17:30

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Markús Sívarsson hefur opnað vefsíðuna pawnshop.is og með því að hans sögn, fyrstu veðlánastarfsemi landsins. Vísir birti í dag viðtal við Kristján þar sem hann segir starfsemina vera löglega en bætir við að tæknilega ætti þetta að vera ólöglegt.

Fólk getur fengið lánaðan pening hjá versluninni gegn því að skila inn vöru sem veði og borgar svo lánið til baka seinna og fær vöruna aftur. Einnig er hægt að selja pawnshop.is hluti. Starfsemi af þessu tagi er vinsæl um allan heim, þá sérstaklega Bandaríkjunum, en margir raunveruleikaþættir á borð við Pawn Stars-þættina á History Channel hafa slegið í gegn meðal áhorfenda. Starfsemin hljómar mjög eins og smálánastarfsemi en hún er ólögleg á Íslandi. Líklegast er þetta löglegt vegna vöruskiptanna sem eiga sér stað, þótt málið séu á gráu svæði lagalega séð.

Kristján, sem hefur hlotið nokkra dóma í gegnum ævina, þar á meðal fyrir frelsissviptingu og fyrir að aðstoða ekki barnsmóður sína þegar hún var í lífshættu, segir alla eiga skilið annað tækifæri, hann hafi vissulega gerst sekur um mörg afbrot en á þeim tíma hafi hann verið í neyslu, hann sé hættur öllu slíku núna og hafi verið án fíkniefna í nokkurn tíma.

Vefsíðan pawnshop.is er komin í loftið og mun starfsemin fara fram á henni þangað til Kristján fær húsnæði fyrir verslun. Á síðunni má meðal annars finna símtæki, Airpods og gítar. Þjófar gætu reynt að selja stolna hluti til Kristjáns og til að komast hjá því skráir hann nafn og kennitölu og fær undirskrift frá fólki. Þannig verður hægt að rekja vöruna til þjófsins ef um þýfi er að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“