fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Faraldurinn enn í lágmarki en segja þó ekki ástæðu til að slaka á

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 11:30

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins tvö innanlandssmit af COVID-19 greindust í gær og voru báðir í sóttkví. Samkvæmt því sem fram kom á upplýsingafundi dagsins hafa mörg sýni verið tekin undanfarna daga og hefur almenningur því brugðist við ákalli almannavarna um að mæta í sýnatöku ef vart verður einkenna.

Þrátt fyrir þetta telur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki tímabært að slaka á almennum sóttvarnatakmörkum. Núverandi reglur eru í gildi til 17. febrúar. Þórólfur útilokar þó ekki að slakað verði á fyrr.

Undanfarið hafa mun fleiri afbrigði veirunnar greinst á landamærum en innanlands. Hið bráðsmitandi breska afbrigði veirunnar hefur greinst hér á landi en ekki breiðst út. Suður-afríska og brasilíska afbrigðið sem einnig eru meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar hafa hins vegar ekki greinst hérlendis. Þórólfur fullyrðir að aðgerðir á landamærum hafi verið mjög áhrifaríkar og að stjórnvöld í nágrannaríkjum séu nú víða að leggja til svipaðar aðgerðir á landamærum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu