fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Arnór á erfitt með að ræða atvikið 25 árum eftir að það gerðist – „Ég var að fá símhringingar frá Japan og Bandaríkjunum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 15:30

Feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég helst ræði þetta ekki, þetta var það mikið svekkelsi,“ segir Arnór Guðjohnsen einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands sem er í skemmtilegu og áhugaverðu viðtali við Jóhann Skúla í Draumaliðinu. Arnór gerir þar upp magnaðan feril sinn og velur sína bestu samherja sína.

Þar ræðir hann atvikið fræga frá árinu 1996 þegar hann og sonur hans, Eiður Smári Guðjohnsen voru saman í íslenska landsliðinu. Um var að ræða fyrsta landsleik Eiðs Smára en hann kom inn fyrir Arnór í leik gegn Eistlandi.

Eiður Smári var 17 ára gamall en búið var að plana að þeir feðgar myndu spila landsleik saman á Íslandi, mánuði síðar. Ekkert varð úr því. Á milli landsleikjanna hafði Eiður farið í verkefni með unglingalandsliði Íslands. Í leik gegn Írlandi meiddist Eiður Smári alvarlega, hann var tæklaður af leikmanni Írlands og öll liðbönd slitnuðu og fóturinn var brotinn við ökkla. Arnór var á síðustu metrum ferilsins og tækifærið til að spila landsleik saman, var farið í vaskinn.

„Auðvitað hefði verið hægt að gera þetta öðruvísi, þetta átti að gerast á heimavelli. Það kemur leikur gegn Makedóníu mánuði eftir leikinn við Eistland, það átti að gera mikið úr þessu. Ég var að fá símhringar frá Japan og Bandaríkjunum, hvort þetta yrði ekki örugglega,“ segir Arnór við Jóhann Skúla þegar hann rifjar upp málið.

Arnór segir að það hafi verið klúður að láta þá feðga ekki spila saman í Eistlandi. „Þetta hefði fengið rosalega athygli. Eftir á að hyggja þá gefst svona tækifæri bara í raun einu sinni, menn hefðu bara átt að keyra á þetta. Gera svo enn meira úr því hér heima.“

Arnór naut þess að vera í verkefni með syni sínum. „Þetta var bara eins og fara í vinnuna samnan, ég fór í hópinn hjá eldri mönnum og hann í yngri hópinn. Þetta var mjög gaman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Í gær

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar