fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Birta slæma skuldastöðu sína – Skulda Liverpool væna summu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 12:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skuldir Barcelona aukast jafn og þétt og óvíst er hvort eða hvernig félagið getur komið sér út úr þessari skuldasúpu sem hefur safnast upp.

Skuldastaða félagsins var ekki góð þegar COVID-19 veiran fór að hrella heimsbyggðina og hafa skuldirnar aukist jafnt og þétt síðasta árið. La Vanguardia, blað í Katalóníu segir að skuldir félagsins nálgist nú milljarð evra og óvíst er hvernig félaginu tekst að greiða þær niður. Það sem gerir stöðuna verri er að 420 milljónir evra eru á gjalddaga næsta árið.

Barcelona hafði reiknað með milljarði evra í tekjur á síðustu leiktíð en COVID-19 veiran kom í veg fyrir það. Tekjufallið hefur svo haldið áfram á þessari leiktíð vegna veirunnar.

Félagið skuldar svo öðrum félögum vegna leikmannakaupa um 200 milljónir evra, þetta kemur fram í gögnum sem voru opinberuð í gær.

Þannig skuldar Barcelona Liverpool fyrir Philippe Coutinho, Barcelona keypti hann fyrir þremur árum en félagið á enn eftir að borga 25 milljónir punda af 142 milljóna punda kaupverðinu.

Félagið skuldar fleiri félögum háar upphæðir og má þar nefna 52 milljónir evra fyrir Miralem Pjanic sem kom frá Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Í gær

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið