fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Hryllingur í Breiðholti – Laminn ítrekað með vasaljósi í höfuðið

Heimir Hannesson
Mánudaginn 25. janúar 2021 11:15

Bílastæðið þar sem árásin er sögð hafa átt sér stað mynd/skjáskot ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli manns sem réðst að öðrum manni með vasaljósi og „annarskonar járnáhöldum“ fer fram í þessari viku. Árásarmaðurinn hefur verið ákærður fyrir „sérstaklega hættulega“ líkamsárás en hann er sagður hafa slegið fórnarlambið ítrekað í höfuðið með þungum áhöldum. „Þegar [fórnarlambið] bar hendur fyrir höfuð sitt [sló] hann aftur í höfuðið með áhaldinu þannig að höggið kom á hendur hans og höfuð,“ segir í ákærunni.

Árásin mun hafa átt sér stað á bílastæði á milli fjölbýlishúss í Breiðholtinu og Fjölbrautaskólans í Breiðholti þann 1. apríl árið 2018.

Hlaut fórnarlambið af árásinni mar á milli augnabrúna, sár og mar aftan á hnakkanum, heilahristing og eymsli yfir hægra handarbak og úlnlið.

Fórnarlambið krefst miska- og skaðabóta að fjárhæð 950.000 króna og Héraðssaksóknari, sem sækir málið, krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og til þess að greiða allan sakarkostnað sem af málinu hlýst.

Sem fyrr segir fer aðalmeðferð í máli Héraðssaksóknara gegn manninum fram í þessari viku, nánar tiltekið á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram