fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Mannskæðasta skotárásin í Indianapolis í rúmlega áratug – Barnshafandi kona meðal fórnarlambanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 19:50

Lögreglumaður í Indiana að störfum. Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm manns og ófætt barn voru skotin til bana snemma í gærmorgun í norðvesturhluta Indianapolis í Bandaríkjunum. Lögreglan segir að um fjöldamorð hafi verið að ræða. Randal Taylor, lögreglustjóri, sagði að unglingur væri í lífshættu eftir árásina sem hafi verið „mannskæðasta skotárásin í rúmlega áratug“ í borginni.

CNN skýrir frá þessu. Lögreglan fékk tilkynningu skömmu fyrir klukkan 4 að morgni um að manneskja hefði verið skotin. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir unglingspilt sem var með greinileg skotsár. Lögreglumenn fengu síðan upplýsingar sem leiddu þá í annað íbúðarhúsnæði skammt frá. Þar fundu þeir fimm manns, þar á meðal barnshafandi konu, sem höfðu greinilega verið skotin. Ekki tókst að bjarga barninu eða móður þess þrátt fyrir miklar tilraunir lækna og sjúkraflutningamanna.

Reiknað er með að unglingspilturinn muni lifa af. Hin látnu voru Kezzie Childs, 42 ára, Raymond Childs, 42 ára, Elijah Childs, 18 ára, Rita Childs, 13 ára, og Kiara Hawkins, 19 ára, og ófætt barn hennar.

CNN hefur eftir talsmanni lögreglunnar að rannsókn málsins sé enn á frumstigi en talið sé að ekki hafi verið um tilviljanakennda árás að ræða. Líklegt þykir að fleiri en einn hafi verið að verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum