fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

1 af hverjum 13 Bandaríkjamönnum hefur greinst með kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 05:56

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvíða hefur kórónuveiran herjað af jafn miklum krafti og í Bandaríkjunum og engin furða að Joe Biden, sem tók nýlega við forsetaembættinu, hafi gert baráttuna gegn heimsfaraldrinum og kapphlaupið um að fá bóluefni sem fyrst að forgangsverkefni sínu. Rúmlega 25 milljónir smita hafa verið staðfest í landinu frá því að fyrsta smitið var staðfest fyrir um ári síðan.

Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum frá í nótt. Þetta svarar til þess að um 1 af hverjum 13 Bandaríkjamönnum hafi greinst með veiruna. Við þennan fjölda bætist óþekktur fjöldi sem hefur smitast af veirunni án þess að vita af því.

Aðeins eru fimm dagar síðan Bandaríkin náðu öðrum skelfilegum áfanga í tengslum við heimsfaraldurinn en þá var búið að skrá rúmlega 400.000 dauðsföll af völdum veirunnar.

Biden vill láta bólusetja 100 milljónir manna á fyrstu 100 dögum sínum í embætti en rúmlega 330 milljónir búa í landinu. Hann hefur einnig hvatt landsmenn til að nota andlitsgrímur þessa 100 daga. Að auki þrýstir hann mjög á þingið að samþykkja hjálparpakka upp á 1.900 milljarða dollara. Hluta af þessu fé á að nota til að greiða fyrir enn fleiri bólusetningar á næstu mánuðum.

Eins og víða annars staðar er ákveðið kapphlaup við að bólusetja sem flesta áður en veiran stökkbreytist hugsanlega og myndar meira þol gegn bóluefnum. „Stökkbreyttu afbrigðin eru mikið áhyggjuefni,“ sagði Vivek Murthy, sem Biden hefur tilnefnt í embætti landlæknis. „Við verðum að aðlaga okkur og vera einu skrefi á undan,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti
Pressan
Fyrir 3 dögum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis