fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan á Vestfjörðum birtir öryggisráðstafanir – „Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 23. janúar 2021 16:46

Mynd frá snjóflóðum á Flateyri í lok síðasta árs. Mynd/Haukur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum hefur nú birt tilkynningu varðandi viðvararnir vegna snjóflóðahættu á Flateyri.

„Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi og í því sambandi þykir rétt að rýma þrjú íbúðarhús á Flateyri. Það er hús nr. 9 og 12 við Ólafstún og hús nr. 14 við Goðatún. Þá er dvöl í bensinstöðinni bönnuð og kveikt verður á viðvörunarljósinu við höfnina sem merkir að ekki sé ráðlegt að dvelja þar,“ segir í tilkynningunni. „Þetta er algjör öryggisráðstöfun og óþarfi að óttast ef við fylgjum leiðbeiningum og fyrirmælum.“

Ef eitthvað er óskýrt þá hvetur lögreglan fólk til að hafa samband við sig í gegnum neyðarlínuna eða einkaskilaboð á Facebook. „Ekki hika við að hafa samband,“ segir lögreglan. „Flateyrarvegur en enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Sama á við um veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar og einnig svk „Skíðaveg“ sem liggur frá byggðinni á Ísafirði og upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal.“

Rýming atvinnuhúsnæða í Skutulsfirði er enn í gildi og er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu á milli byggðakjarna á meðan þessar veðuraðstæður eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram