fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Leicester á toppnum eftir sigur á Chelsea – Lampard gæti verið rekinn

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 22:06

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester City tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Leicester en leikið var á heimavelli liðsins, King Power Stadium.

Wilfred Ndidi, kom Leicester yfir með marki á 6. mínútu eftir stoðsendingu frá Harvey Barnes.

Á 41. mínútu tvöfaldaði James Maddison, forystu Leicester með marki eftir stoðsendingu frá Marc Albrighton.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 2-0 sigri Leicester. Staða Frank Lampard, knattspyrnustjóra Chelsea, er nú orðin mjög völt.

TalkSport hélt því fram í dag að knattspyrnustjórinn ungi gæti verið rekinn ef Chelsea myndi tapa í kvöld. Liðið er í 8. sæti deildarinnar eftir leik kvöldsins með 29 stig eftir 19 leiki sem getur ekki talist ásættanleg staða af forráðamönnum félagsins eftir að hafa eytt miklum fjárhæðum til leikmannakaupa fyrir tímabilið.

Leicester City komst með sigrinum upp í 1. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 38 stig, einu stigi meira en Manchester United í 2. sæti sem á leik til góða.

Leicester City 2 – 0 Chelsea 
1-0 Wilfried Ndidi (‘6)
2-0 James Maddison (’41)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta