fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Bruce Willis rekinn úr verslun fyrir að neita að vera með grímu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 09:30

Bruce Willis. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Bruce Willis hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera ekki með grímu í miðjum kórónuveirufaraldri.

Samkvæmt Page Six var leikarinn beðinn um að yfirgefa apótek í Los Angeles fyrir að neita að að vera með grímu.

Heimildarmaður Page Six segir að aðrir viðskiptavinir hafi farið í „uppnám“ vegna grímuleysis Bruce.

E! News greinir frá því að þegar starfsmaður verslunarinnar bað Bruce um að hylja andlit sitt með klút sem hann var með í kringum hálsinn, hafi Bruce „grett sig“ og yfirgefið verslunina án þess að kaupa neitt.

Mynd/Backgrid

Myndir af grímulausum Bruce hafa nú farið eins og eldur í sinu um netheima og hefur hann verið harðlega gagnrýndur.

Kórónuveirufaraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Los Angeles undanfarið og kemur það mörgum á óvart að Bruce hafi ekki viljað nota grímu, þar sem hann hefur áður hvatt til grímunotkunar.

Fjölskylda Bruce hefur einnig látið mikið til sín heyra á samfélagsmiðlum varðandi grímunotkun og sóttvarnir. Í október deildi eiginkona Bruce, Emma Heming Willis, mynd af þeim hjónum ásamt dætrum sínum með grímur. Í júlí gagnrýndi hún þau sem neita að nota grímur

Bruce tjáir sig

Bruce Willis tjáir sig um málið við People og viðurkennir að þetta hafi verið „dómgreindarleysi“.

„Verið örugg þarna úti og höldum áfram að nota grímur,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag