fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Aron með hjartað í buxunum þegar danska tröllið hótaði að brjóta bein í líkama hans

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 10:00

© 365 ehf / Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson leitar sér að nýjum vinnuveitandi en hann ákvað að rifta samningi sínum við Hammarby í Svíþjóð á dögunum. Eftir gott gengi í Svíþjóð leitar Aron nú að nýju tækifæri í heimi fótboltans.

Aron gerir upp feril sinn í Draumaliðinu, hlaðvarpsþætti Jóhanns Skúla. Aron fer yfir marga af sínum mögnuðu samherjum en Aron leikur fyrir landslið Bandaríkjanna eftir að hafa fæðst í landi þeirra frjálsu og hugrökku.

Aron rifjar upp margar góðar sögur af ferli sínum og ein af þeim tengist Jannik Vestergaard, varnarmanni Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Aron og Vestergaard léku saman hjá Werder Bremen í Þýskalandi.

„Hann er tröll,“ segir Aron um þennan danska varnarmann þegar hann rifjar upp sögu af Jannik Vestergaard sem 199 sentímetrar á hæð.

„Ég man þegar ég kom til Bremen og í fyrstu vikunni. Ég talaði dönsku og þá gat ég spjallað við hann, síðan klobbaði ég hann í reitabolta í fyrstu vikunni.“

Aron hefði líklega betur sleppt því að klobba danska tröllið. „Hann horfði á mig og sagði á dönsku ´Aron ef þú gerir þetta aftur, þá brýt ég á þér lappirnar´. Ég sprakk úr hlátri og hélt að hann væri að grínast, hann horfði á mig svo alvarlegur í andlitinu. Ég var bara, sjitt.“

Danska tröllið sem hótaði Aroni.
Getty Images

Vestergaard er að standa sig frábærlega í enska boltanum í dag og Aron segir hann geta náð enn lengra. „Hann er að standa sig fáránlega vel, hann er mjög góður í fótbolta. Hann er stór og algjör vél.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana