fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Ítrekað hafnað eftir bílslys – Stóð uppi sem sigurvegari í gær og brast í grát

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 08:47

Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein óvæntustu úrslit enska bikarsins um helgina var þegar Crawley Town úr fjórðu efstu deild vann sigur á Leeds, sem leikur í efstu deild.

Nick Tsaroulla skoraði eitt marka Crawley í 3-0 sigri liðsins en hann brast í grát að leik loknum. Fyrir því er þó góð ástæða en þessi 21 árs gamli leikmaður hefur upplifað erfiðleika síðustu ár.

Draumur hans um að spila fyrir Tottenham varð að engu þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi árið 2017, skömmu síðar var honum tjáð að félagið myndi ekki endurnýja samning hans. Draumur Tsaroulla var þar tekinn af honum en hann hafði frá 12 ára aldri spilað fyrir félagið.

Tsaroulla gekk í raðir Brentford og var í varaliðinu þar en meiðslin eftir bílslysið gerði honum erfitt fyrir, félagið lét hann fara og þessi 21 árs piltur samdi við Crawley.

Markið gegn Leeds var hans fyrsta á ferlinum og hann brast í grát þegar hann ræddi við BBC eftir leikinn. „Þetta hefur verið löng vegferð fyrir mig, mjög erfið vegferð. Ég er hrikalega stoltur,“ sagði Tsaroulla.

„Ég er að bresta í grát, þetta hefur verið svo erfið leið og þetta er mér svo mikilvægt. Þetta mark og þessi sigur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen