fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Í fyrsta sinn í sögunni fækkaði fólki í Suður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 14:30

Þessir Suður-Kóreubúar yngjast um eitt ár á næsta ári. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni fækkaði fólki í Suður-Kóreu á einu ári. Þetta gerðist á síðasta ári en yfirvöld birtu nýlega tölur um mannfjölda í þessu fjórða stærsta hagkerfi Asíu. Ástæður fólksfækkunar eru hærri meðalaldur og lækkandi fæðingartíðni.

Í lok ársins 2020 voru landsmenn rúmlega 51,8 milljónir og hafði fækkað um 20.838 frá 2019.

Fólki fjölgaði í landinu árlega síðasta áratuginn en þó hafði hægt mjög á fjölguninni. 2010 var hún 1,49% en var komin niður í 0,05% 2019. Yonhap skýrir frá þessu.

Þróunin í Suður-Kóreu er sú sama og hefur lengi verið í Japan. Þetta kallar á aðgerðir yfirvalda að sögn innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórnin kynnti nýlega aðgerðir til að hvetja fólk til að eignast fleiri börn. Þar á meðal er eingreiðsla til barnshafandi kvenna og mánaðarlegar barnabætur þar til börnin ná 12 ára aldri. Gagnrýnendur segja að þetta sé ekki nóg því það fylgi því mikill kostnaður að eiga mörg börn, til dæmis menntunarkostnaður og húsnæðiskostnaður.

Um leið og heildarmannfjöldinn dregst saman fjölgar fólki 60 ára og eldra en það er nú 24% af þjóðinni. Þróunin á sér stað bæði í borgum og bæjum og dreifbýli að sögn Yonhap.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni