fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Truflanir á matvælasendingum til Norður-Írlands vegna Brexit

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 08:30

Flutningabílar bíða á hafnarsvæði á Englandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Truflanir hafa orðið á matvælaflutningi til Norður-Írlands í kjölfar útgöngu Bretlands úr ESB. Ástæðan er að birgjar vita margir hverjir ekki hvaða skjöl (tollpappíra) þarf að fylla út og láta fylgja með sendingum til Norður-Írlands. Þetta hefur valdið því að þegar flutningabílar koma á hafnarsvæði tefjast þeir mikið vegna þess að rétt skjöl eru ekki með í för eða bara engin skjöl.

Frá því að Bretar slitu tengslin við ESB endanlega á miðnætti á gamlárskvöld hafa þær reglur gilt að vörur sem eru fluttar til Norður-Írlands verða að fara í gegnum toll. The Guardian hefur eftir Seamus Leheny, hjá Logistics UK, að margir hafi ekki haft hugmynd um þessa nýju reglu. Því hafi verið dæmi um að flutningabílar hafi komið til Belfast án þess nein fylgiskjöl væru með farmi þeirra.  Hann sagði einnig að 15 flutningabílar frá einu fyrirtæki hafi ekki komist til Norður-Írlands því bílstjórarnir höfðu ekki fengið nauðsynlega skjöl með. Annað fyrirtæki sendi 285 flutningabíla til að sækja vörur en aðeins 100 hafi komist aftur til Norður-Írlands. Þetta hafi valdið truflunum á matvælaflutningum.

Hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði upplýsingar skorta um hvaða skjöl þurfi að fylla út og hafa meðferðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin