fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

„Þetta endaði með því að ég þurfti lögreglufylgd og var keyrður í burtu af lögreglunni“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 16:02

Steinar Fjeldsted

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinar Fjeldsted, eða Steini í Quarashi er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Steinar var ein af aðalsprautunum í rappsveitinni Quarashi sem náði ótrúlegum hæðum á sínum tíma og fyllti tónleikahallir um allan heim.

Í þættinum segir hann frá tómleikanum sem fylgdi því þegar ævintýrið í kringum hljómsveitina hætti:

„Það tók mig mörg ár að lenda. Ég hef aldrei talað um þetta á ævinni, en þetta tók gríðarlega á og ég drakk bara alla daga á hverjum degi í mörg ár. Ég var í raun bara orðinn fyllibytta undir það síðasta. Ég var fín fyllibytta af því að ég átti pening, en svo var þetta bara orðið sorglegt. Ég hefði aldrei getað unnið neina vinnu á þessum tíma og var bara úti að drekka öll kvöld og allar nætur og í raun gerði ég lítið annað í mörg ár. Öll orkan mín fór í fyllerí. Það er auðvelt að selja sér að maður sé bara að taka sér smá frí, en á endanum var ekkert annað í boði en að taka sig saman í andlitinu. Ég fór í nokkrar meðferðir og þetta tókst ekki í fyrstu tilraun. Ég var bara dottinn í það viku eftir að ég fór út úr meðferð. Núverandi konan mín bjargaði mér í raun og ég á henni það að þakka að ég náði mér út úr þessu.“

Þegar Steini stofnaði sveitina í kringum tvítugt óraði hann líklega ekki fyrir því sem framundan var. Stórir plötusamningar, ferðalög um allan heim, tónleikahald fyrir tugi þúsunda aftur og aftur.

„Við fórum í stúdíó með Cypress Hill, túruðum með stærstu böndum í heimi og upplifðum ótrúlega hluti, en það var einhvern vegin bara orðið venjulegt. En eftir á að hyggja sér maður hvað þetta var stórt og magnað í raun. Þetta var hrikalega spennandi fyrst. Að fara á ný og ný hótel í nýrri og nýrri borg, en svo eftir nokkrar vikur fer manni að vera sama hvar maður er og þetta venst bara eins og allt annað.“

Steinar segir að lífsstíllinn hafi verið alls konar á þeim tíma þegar Quarashi náði mestu hæðunum.

„Við vorum komnir með mikinn pening á milli handanna og gátum bara gert það sem við vildum í raun. Þetta er sjúklega gaman en verður svo svakalega lýjandi líka. Við vorum í öllu saman, drekka dópa og djamma. Sérstaklega fyrstu árin og þá vorum við í raun stjórnlausir. En eftir ákveðinn tíma settumst við niður og ákváðum að við værum komnir í meistaradeildina og yrðum að haga okkur samkvæmt því. En það gekk ekki alltaf vel. Menn voru handteknir og leystir út úr fangelsum og það var verið að brjóta hurðir sem átti ekki að brjóta og alls konar. Sem betur fer voru handtökurnar ekki fyrir verri hluti en að vera með minniháttar skammta af fíkniefnum á sér og óspektir. Við vorum í raun allir djammarar áður en við byrjuðum í hljómsveitinni, þannig að það var kannski ekki skrýtið að það héldi áfram og yrði meira.“

Í þættinum segir Steinar meðal annars sögur af ótrúlegum vinsældum Quarashi í Japan:

„Við túruðum mest í Bandaríkjunum og fórum um allt þar og ferðuðumst líka um alla Evrópu, en í fyrsta skipti sem við komum til Japan vorum við bara stórstjörnur og vorum í raun risastórir þar. Það biðu fleiri hundruð manns fyrir utan hótelið okkar og þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan útvarpsstöðvar þar sem við fórum í viðtöl og okkur var sagt að við mættum alls ekki fara neitt einir, ekki einu sinni út af hótelinu. Okkur var sagt að það væru lífverðir sem ættu að fara með okkur, en ég gaf skít í það og laumaði mér út bakdyramegin af hótelinu og ætlaði að fara í Stussy búðina í stærsta verslunarhverfinu í Tokyo. Síðan er ég í Virgin Records plötubúðinni í því hverfi þegar fólk byrjar að horfa á mig og ég sé að það er risastór mynd af mér inni í búðinni. Þegar ég kom út byrjaði fólk að safnast saman í kringum mig og þetta endaði með því að ég þurfti lögreglufylgd og var keyrður í burtu af lögreglunni. Þarna áttaði ég mig á stærðinni á þessu í Japan. Það voru stelpur að birtast á mismunandi flugvöllum sem höfðu elt okkur og þetta var í raun bara algjör geðveiki.“

Í þættinum fara Steinar og Sölvi yfir Quarashi ævintýrið, tómleikann sem tók við eftir að því lauk og margt margt fleira.

https://www.youtube.com/watch?v=5-UCTn06a8Q&t

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun