fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Ískaldur Frakki setti nýtt heimsmet

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 18:01

Á kafi í ís við heimsmetstilraunina sem tókst vel. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Frakkinn Romain Vandendorpe sé ískaldur en hann á nú heimsmetið í að sitja í ís, sem nær upp að höfði, lengst allra. Honum tókst að sitja í glerbúri fullu af ísklumpum, sem þöktu allan líkamann upp að höfði, í tvær klukkustundir, 35 mínútur og 43 sekúndur.

Vandendorpe, sem er 34 ára heilbrigðisstarfsmaður, segist hafa undirbúið sig undir þetta með æfingum í frysti, í nuddpotti fullum af ísköldu vatni og í Frönsku Ölpunum. Hann segist gera þetta til „fara lengra en menn eiga að geta“.

Hann notast við tækni sem kemur honum í nokkurskonar dagdraumaástand þegar hann er í kuldanum og þannig getur hann þolað svona lengi við.

Um fimmtíu manns voru viðstaddir þegar hann setti heimsmetið í heimabæ sínum Wattrelos í norðurhluta Frakklands.

Sjálfur hefur hann einfalda skýringu á því hvernig hann náði þessum árangri: „Ef við æfum og gefum allt sem í okkur býr í æfingarnar getum við þróast og náð árangri sem bætir hlutina,“ sagði hann.

Fyrra heimsmetið var 1 klukkustund og 53 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau