fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Svala og Kristján trúlofuð – „Ég sagði hiklaust já“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 16:59

Kristján og Svala. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan ástsæla Svala Björgvinsdóttir tilkynnti rétt í þessu að hún og sjómaðurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson væru trúlofuð. Þetta kemur fram í færslu sem að birtist á Instagram-síðu Svölu.

„Ég sagði hiklaust já❤️💍 ég elska þig endalaust ástin mín.“ stendur við færslu Svölu þar sem að má sjá myndir af hringjum á höndum þeirra beggja, ásamt myndum af þeim. Færslan hefur á fáeinum mínútum fengið nokkur hundruð læk.

Sjá einnig: Svala Björgvins um ástina, aldursmuninn og athyglina

Greint var frá því í ágúst að Svala og Kristján Einar væru byrjuð saman, en þá vakti athygli 21 árs aldursmunur á þeim. Kristján er 22 ára og Svala er 43 ára. Það virðist þó ekkert ætla að toppa þau, enda hefur margoft verið sagt í málum sem þessum að aldur sé bara tala. Síðastliðin ágúst spurði DV hana út í aldursmunin og þá svaraði hún:

„Varðandi aldursmun þá finnst mér alltaf jafn fáránlegt að karlmenn mega deita eða vera með konum sem eru kannski 20-25 árum yngri og enginn segir neitt. Það er bara eðlilegt og engum finnst neitt af því. Svo þegar við konur erum að deita yngri menn þá hefur fólk svaka sterkar skoðanir á því og það þykir tabú. Alger hræsni segi ég bara, og mér finnst að fólk megi bara lifa sínu lífi og gera það sem gerir það hamingjusamt. Aldur er afstæður, ég á vini á öllum aldri og ég dæmi ekki fólk út frá aldri. Það er sálin þeirra sem segir allt um persónuna og ef hún er góð og falleg þá tengist ég þeim,“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SVALA (@svalakali)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun