fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Matur

Svona býrðu til þrefalda marengstertu með ís á milli – Fullkominn jólaeftirréttur

Una í eldhúsinu
Miðvikudaginn 16. desember 2020 19:30

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir, sérlegur matgæðingur DV, er ekki hætt að baka og segir heimabaksturinn fína sárabót fyrir jólaboð. Allra nánustu geti vel gætt sér á heimabakstri með jólalegu ívafi og horft saman á huggulega jólamynd.

Þessi kaka er tilvalin til þess að hafa í eftirrétt yfir hátíðirnar. Það sem er þægilegt við hana er það að hægt er að útbúa hana með fyrirvara og geyma í frysti. Ég mæli hins vegar með því að þeyta rjómann og setja ávextina ofan á kökuna samdægurs.

6 eggjahvítur

320 g sykur

2 tsk. vanilludropar

200 ml rjómi

2 lítrar ís (ég notaði ís ársins með Sambó-lakkrís)

Fersk ber og ávextir að eigin vali (ég notaði mandarínur, brómber, hindber og jarðarber)

Smá suðusúkkulaði og flórsykur til að skreyta með.

Byrjið á því að stilla ofninn á 160 gráður, undir- og yfirhita.

Þeytið saman eggjahvíturnar og sykurinn þar til að hægt er að hvolfa skálinni án þess að blandan leki til, bætið þá vanilludropunum saman við og hrærið saman.

Myndið þrjá hringi á þrjár bökunarpappírsarkir og setjið inn í ofn og bakið í 35 mínútur.

Takið botnana úr ofninum og leyfið þeim að kólna vel áður en ís og rjómi er settur á botnana.

Þegar botnarnir hafa fengið að kólna er rjóminn þeyttur og settur til hliðar.

Byrjið að leggja ískúlur á neðsta botninn, setjið ávexti að vild og leggið svo annan botninn ofan á, endurtakið og leggið ís og ávexti á þennan botn líka, ef að þið ætlið að nota mandarínur, mæli ég með að setja þær eingöngu á toppinn á kökunni.

Leggið rjómablönduna svo ofan á toppinn á kökunni, setjið fleiri ávexti og saxið suðusúkkulaði og flórsykur aðeins yfir til að skreyta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum