fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Seðlabankinn sóttist „ekki eftir þessu verkefni“

Telur „langt í frá augljóst“ að bankinn taki við tug milljarða eignum frá slitabúunum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. janúar 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabanki Íslands, sem á að taka við eignum í umboði ríkissjóðs upp á tugi milljarða við greiðslu stöðugleikaframlags slitabúanna, telur það vera „álitamál að hann skuli setja upp félag og skipa því stjórn sem hefur það að meginmarkmiði að umbreyta eignum sem hann á ekki og ber ekki ábyrgð á.“ Í samskiptum við fjármálaráðuneytið kom það fram af hálfu Seðlabankans að hann „sæktist ekki eftir þessu verkefni.“

Þetta kemur fram í umsögn Seðlabankans til efnahags- og viðskiptanefndar sem hefur núna til meðferðar frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem lagt er til að félagi í eigu bankans verði falin umsýsla og og sala á ýmsum innlendum eignum föllnu bankanna sem eru hluti af stöðugleikaframlagi þeirra. Þrátt fyrir að öll slitabúin hafi nú þegar lokið nauðasamningum sínum þá hafa þau ekki getað innt af hendi stöðugleikaframlag sitt til íslenskra stjórnvalda, sem felur í sér framsal á eignum upp á mörg hundruð milljarða, þar sem ekki er búið að samþykkja þær lagabreytingar sem eru forsenda fyrir stofnun fyrrnefnds félags á vegum Seðlabankans. Stjórnvöld vonast eftir því að geta afgreitt frumvarpið í þessum mánuði.

Auðseljanlegar eignir

Verðmæti þeirra eigna sem yrðu í umsýslu þessa félags næmi líklega um 60 milljörðum króna. Fjármálaráðherra sagði hins vegar í umræðum á Alþingi um frumvarpið í síðasta mánuði að þegar horft væri til þess hversu mikið af þessum eignum gætu verið auðseljanlegar eignir, meðal annars hlutabréf í skráðum félögum, þá sé frekar um að ræða umsýslu á eignum að fjárhæð um 40 milljarða. Verðmætasta eignin sem slitabúin framselja til stjórnvalda er 95% eignarhlutur í Íslandsbanka en sá hlutur mun færast undir Bankasýslu ríkisins. Þá fær ríkið einnig afhent skuldabréf frá Kaupþingi með veði í Arion banka sem verður greitt upp við sölu á bankanum – og fer sú fjárhæð stigvaxandi eftir því á hvaða verði Arion banki verður seldur.

„Óvenjulegt“ að stjórn og starfsmenn njóti skaðleysis

„Óvenjulegt er að ráðherra geti mælt fyrir um skaðleysi stjórnar- og starfsmanna fyrirtækisins eins og kemur fram í frumvarpinu,“ segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), í umsögn samtakanna um frumvarpið.

SFF bendir á að ákveða þyrfti slíkt með lögum, og þá sé það einnig álitamál hvað í þessu felst. „Þýðir þetta að einkaréttarleg ábyrgð á starfi stjórnar- og starfsmanna færist til ráðherra og þar með ríkisins. Þá er einnig óvenjulegt að stjórnar- og starfsmenn fjármálafyrirtækja, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, njóti skaðleysis af störfum sínum,“ segir í umsögn samtakanna.

Það vekur eftirtekt að í umsögn Seðlabankans er tekið fram að hann hafi bent fjármálaráðuneytinu á að hann teldi „langt í frá augljóst að bankinn setti upp félag til að umsýsla um eignir sem hann ætti ekki.“ Ýmsar aðrar leiðir væru þess í stað færar við að skapa armslengd frá ríkinu við umsýslu slíkra eigna heldur en að fara þá leið sem lögð er til í frumvarpinu. Þannig bendir Seðlabankinn á að horfa mætti til reynslu Svíþjóðar þar sem ríkið hefði sett á laggirnar félag til úrvinnslu eigna vegna fjármálaáfallsins á 10. áratug síðustu aldar og Finansial Stabilitet sem danska ríkið kom á fót eftir fjármálakreppuna þar í landi árið 2008.

Taki líka yfir eignir ESÍ

Ráðuneytið vildi hins vegar ekki fara þá leið í ljósi þess að Alþingi hefði þegar samþykkt aðkomu Seðlabankans að málinu. „Líklega hefur hér einnig skipt máli sú reynsla sem Seðlabankinn hefur öðlast á þessu sviði vegna umsýslu um þær kröfur og eignir sem bankinn sat uppi með í framhaldi af falli bankanna,“ segir í umsögn Seðlabankans.

Verði þetta niðurstaðan þá telur Seðlabankinn engu að síður að það sé „ekki endilega heppilegt“ nema þá að viðkomandi félag geti einnig séð um eignaumsýslu fyrir Seðlabankann. Þar vísar bankinn til umsýslu þeirra eigna sem Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) hefur haft undir höndum frá því í ársbyrjun 2010. Það styttist í að ESÍ muni losa um allar þær eignir og að hægt verði að leggja félagið niður á þessu ári – en þær eignir sem eftir yrðu myndu þá færast yfir á efnahagsreikning Seðlabankans. Leggur Seðlabankinn því áherslu á að frumvarpið verði útfært þannig að svigrúm sé til að „fela því félagi sem til stendur að annist umsýslu eigna vegna stöðugleikaframlaga að annast jafnframt umsýslu þeirra eigna sem nú eru vistaðar í ESÍ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórunn er með áfengisnetverslanir í sigtinu

Þórunn er með áfengisnetverslanir í sigtinu
Fréttir
Í gær

Grafarvogsbúar þreyttir á hægri rétti – „Er ekki soldið spes að lögreglan gefi bara skít í þessa reglu líka?“

Grafarvogsbúar þreyttir á hægri rétti – „Er ekki soldið spes að lögreglan gefi bara skít í þessa reglu líka?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá vill að RÚV haldi aftur af sér – „Spurn­ing­in er hvar Rík­is­út­varpið dúkk­ar upp næst“

Diljá vill að RÚV haldi aftur af sér – „Spurn­ing­in er hvar Rík­is­út­varpið dúkk­ar upp næst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviðin jörð gjaldþrotakóngs í Garðabæ – „Hann er ekki einu sinni búinn að klára húsið okkar“

Sviðin jörð gjaldþrotakóngs í Garðabæ – „Hann er ekki einu sinni búinn að klára húsið okkar“