fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Kórastarf heimilað undir „sviðslistarákvæðinu“ – 30 manna kórar mega koma saman

Heimir Hannesson
Föstudaginn 11. desember 2020 12:46

Mynd frá kirkjulistahátíð Mótettukórsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórastarf er nú heimilað á ný. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra í svari við fyrirspurn DV.

Um tíu þúsund Íslendingar stunda kórastarf hvers konar á ári hverju og því hafði bannið við kórastarfi mikil áhrif á mjög marga. Kórastarf hefur legið niður með öllu, en tilslakanir á Covid-19 takmörkunum hafa hingað til tekið kórastarf út fyrir sviga og kórar því ekki mátt hittast nema í einhverjum tilfellum að mjög takmörkuðu leyti síðan fyrstu takmarkanirnar voru lagðar á í mars.

Í svarinu segir að heilbrigðisráðuneytið meti það svo að kórastarf falli undir sviðslistaákvæði nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirritaði nýverið. Reglugerðin tók gildi í gær, en í tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins er sviðslistaákvæðinu áðurnefnda svo lýst:

  • Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða heimilir með allt að 30 manns á sviði, þ.e. æfingar og sýningar. Heimilt verður að taka á móti allt að 50 sitjandi gestum og þeim skylt að nota grímu og allt að 100 börnum fæddum 2005 og síðar. Hvorki hlé né áfengissala heimil. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn.

Það er því ljóst að 30 manna kórar mega nú koma saman.

Þó er það tekið fram í svarinu að almannavarnir mælist til þess við kóra að þeir dreifi úr sér eins og unnt er því þekkt er að smit hefur borist við kórsöng. Eins er tekið fram að þegar unnt er, við æfingar, skal reyna enn frekar að auka bil milli fólks og tryggja loftræstingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Fréttir
Í gær

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina