fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Sauð upp úr hjá tveimur atvinnubílstjórum – Klemmdi manninn með vörubílnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 15:00

Myndin sýnir þær gerðir vörubíls og sendibíls sem komu við sögu í árásinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa þriðjudaginn 24. september 2019 ekið vörubíl hægt upp að manni og klemmt hann á milli vörubílsins og sendibíls sem þolandinn átti, með þeim afleiðingum að þolandinn hlaut mjúkpartaáverka á baki, mar á hendi og hné.

Árásin kom upp úr heiftarlegu rifrildi vörubílstjórans og sendibílsstjórans þar sem sá síðarnefndi hótaði hinum lífláti. Vörubílstjórinn hringdi í Neyðarlínuna vegna hótana sendibílstjórans og þykja upptökur af símtalinu til marks um að honum hafi staðið ógn af manninum. „Mér skilst að ég hafi hótað að drepa hann eða berja hann eða hvað sem það var,“ sagði sendibílstjórinn fyrir rétti. Var þetta tekið með í reikninginn við ákvörðun refsingar.

Vörubílstjórinn játaði brot sitt greiðlega. Hann hefur ekki gerst brotlegur við lög áður. Var hann dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða árásarþolanum 400 þúsund krónur í miskabætur og sakarkostnað upp á rúmlega 400 þúsund krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi