fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Kortlögðu þrjár milljónir vetrarbrauta á methraða – Afhjúpar dýpstu leyndarmál alheimsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 21:00

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn notuðu öflugan nýjan sjónauka, sem er staðsettur í óbyggðum Ástralíu, til að kortleggja þrjár milljónir vetrarbrauta á aðeins 300 klukkustundum. Með þessu hafa þeir afhjúpað sum af dýpstu leyndarmálum alheimsins.

Sjónaukinn var þróaður af áströlskum vísindamönnum en hann nefnist The Australian Square Kilometre Array Pathfinder (ASKAP). Með honum settu þeir met við rannsókn á 83% hins sýnilega suðurhluta geimsins og kortlögðu um þrjár milljónir vetrarbrauta á 300 klukkustundum. The Guardian skýrir frá þessu.  Með þessu hefur heldur betur bæst við kort yfir alheiminn að sögn Australian science agency (CSIRO) sem rekur sjónaukann.

Fjarlægustu vetrarbrautirnar, sem við þekkjum til, voru kortlagðar en um ein milljón vetrarbrautanna hafði aldrei áður sést. Larry Marshall, forstjóri CSIRO, segir að með verkefninu hafi sum af dýpstu leyndarmálum alheimsins verið afhjúpuð. „ASKAP notar allra nýjustu tækni til að svara gömlum spurningum um leyndardóma alheimsins og veitir vísindamönnum um allan heim nýjar upplýsingar til að leysa þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir,“ sagði Marshall í yfirlýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum