fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Segist ekki hafa þráhyggju fyrir Meistaradeild Evrópu – „Við munum gera okkar besta“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki hafa þráhyggju fyrir Meistaradeild Evrópu.

Guardiola, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu tvisvar með spænska liðinu Barcelona, hefur ekki komist lengra en 8-liða úrslit í keppninni eftir að hafa tekið við Manchester City.

Talið er að ein stærsta ástæðan fyrir því að hann hafi verið fenginn til liðsins væri að gera atlögu að sigri í Meistaradeildinni.

„Við munum gera okkar besta. Við eigum góðan möguleika á því að komast upp úr okkar riðli. Það er mjög gott og þá erum við meðal 16 bestu liða Evrópu,“ sagði Guardiola í viðtali.

Manchester City datt óvænt úr keppni á síðasta tímabili eftir tap gegn franska liðinu Lyon.

„Ég bjóst við viðbrögðum frá liðinu á þessu tímabili eftir að við biðum í lægra haldi gegn Lyon í Portúgal. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Guardiola.

Manchester City mætir gríska liðinu Olympiakos á morgun og getur komist skrefi nær útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“