fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Stútaði símanum þegar hann tók eftir því hver átti hann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 13:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney fyrrum fyrirliði Manchester United er í skemmtilegu hlaðvarps viðtali við heimasíðu félagsins um feril sinn hjá félaginu.

Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og Englands en hann er í dag spilandi þjálfari hjá Derby.

Margar skemmtilegar sögur eru í hlaðvarpinu en ein af þeim er þegar ungstirni félagsins ákvað að taka símann hans Rooney úr hleðslu.

„Ég man eftir því að hafa stútað símanum hans einu sinni,“ sagði Rooney í hlaðvarpinu og átti þar við símann hjá Ravel Morrison.

Ravel er einn efnilegasti leikmaður sem þjálfarar hjá United hafa haft en vandræði hans utan vallar urðu til þess að ferill hans náði aldrei flugi.

„Hann kom inn í klefann hjá aðalliðinu þegar hann var í varaliðinu, síminn minn var í hleðslu og hann tók hann úr sambandi og setti sinn í.“

„Þetta var þegar allir áttu BlackBerry síma og netfang þitt var á skjánum. Ég hélt að þetta væri leikmaður úr aðalliðinu, þegar ég sá að þetta var gutti úr varaliðinu þá stútaði ég bara símanum.“

Rooney segir að Ravel hafi haft alla heimsins hæfileika. „Það hefur auðvitað mikið verið rætt um Ravel, hann var magnaður á æfingum en það voru vandræði utan vallar sem höfðu áhrif á feril hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi sagður vera á förum

Messi sagður vera á förum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði