fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Birta myndband af handtöku barnaníðings – Yngsta fórnarlambið 4 ára gamalt

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 20:58

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einn versti barnaníðingur Bretlands,“ er sagt um hinn 36 ára gamla David Wilson. Hann er sagður hafa verið í sambandi við allt að 5000 unga stráka víðs vegar um heiminn. Nú hafa lögregluyfirvöld birt myndband af handtöku Wilson en The Sun og fleiri fjölmiðlar á Bretlandi hafa endurbirt myndbandið eða brot úr því.

David sagðist vera táningsstúlka þegar hann talaði við börnin sem voru elst 14 ára en yngst 4 ára. Hann reyndi að fá börnin til að senda sér myndir og kúgaði sum þeirra til að fá myndir af þeim.

Þegar hann kom fyrir dómi í borginni Ipswich þá játaði hann þau 96 brot sem hann var ákærður fyrir á 51 fórnarlambi. Það tók meira en hálftíma að lesa upp allt það sem hann var sakaður um að hafa gert.

Lögregluyfirvöld í Bretlandi segja að mál Wilson sé eitt það stærsta sem rannsakað hefur verið. Þá er sagt að lögregluyfirvöld hafi undir hönum sönnunargögn sem sýna fram á að allt að 500 ungir strákar hafi sent honum barnaníðsefni. Wilson notaðist við myndir af ungum stelpum af netinu sem hann sendi strákunum í skiptum fyrir myndir og myndbönd af þeim.

Tony Cook, yfirmaður barnaníðsmála hjá lögregluyfirvöldum í Bretlandi, segir að Wilson sé valdur að mikilli þjáningu hjá sumum strákanna. „Hann náði að öðlast traust þeirra með því að sannfæra þá um að hann væri í raun ung stelpa sem líkaði við þá. Hann neyddi þá síðan til þess að senda myndir af sér eða öðrum börnum sem hann girntist.“

Wilson hætti ekki að neyða börnin til þess að senda sér myndir þrátt fyrir að þau grátbáðu hann um að hætta. „Í sumum tilvikum sendi hann myndirnar á vini barnanna,“ segir Cook en nokkur fórnarlamba Wilson hafa sagt að þau vilji ekki lifa lengur.

Dómur mun verða kveðinn upp í máli Wilson þann 12. janúar á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin