fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Óðir í Íslendinga – Arnar Númi til reynslu hjá Norköpping

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 13:42

Mynd/Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ungi og efnilegi Arnar Númi Gíslason, fæddur 2004, sem gekk til liðs við Breiðablik frá Haukum á dögunum er þessa dagana til reynslu hjá IFK Norköpping í Svíþjóð. Arnar Númi er sóknarsinnaður leikmaður. Þetta hefur 433.is fengið staðfest.

Greint hafði verið frá því að Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Gróttu væri til reynslu þessa dagana en Arnar Númi er einnig með í för.

Sænska félagið hefur góða reynslu af Íslendingum en Ísak Bergmann Jóhannesson hefur slegið í gegn með félaginu í vetur. Þá er Oliver Stefánsson í herbúðum félagsins. Félagið seldi Arnór Sigurðsson til CSKA Moskvu árið 2018 og þá hafði Guðmundur Þórarinsson leikið með félaginu um langt skeið, hann yfirgaf félagið fyrr á þessu ári.

Sænska félagið skoðaði Jóhannes Kristinn Bjarnason á dögunum en hann er ungur og efnilegur leikmaður KR, faðir hans er Bjarni Guðjónsson.

Arnar Númi kom við sögu í fjórum leikjum með Haukum í 2 deild í sumar og hefur vakið athygli fyrir mikinn hraða og leikni.

Arnar Númi hefur áður vakið áhuga erlendra liða og var meðal annars til reynslu hjá Nordsjælland í Danmörku á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn