fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Flugmaðurinn sogaðist út úr flugvélinni

Pressan
Sunnudaginn 6. október 2024 15:00

Flugmaður rígheldur í Tim. Skjáskot úr endurgerð atviksins í Air Crash Investigation: Blown Out.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugmaður slapp á ótrúlegan hátt frá dauðanum eftir rúður í flugstjórnarklefanum brotnuðu og hann sogaðist út úr vélinni. Vélin, sem var frá British Airways og bar flugnúmerið 5390, hafði aðeins verið á lofti í 27 mínútur þegar rúðurnar brotnuðu.

 Vélin var komin í sjö kílómetra hæð þegar tvær af sex rúðum í flugstjórnarklefanum brotnuðu. Um leið sogaðist Tim Lancaster, annar flugmannanna, út. Það hljómar eins og bein ávísun á dauða og líkurnar voru ekki með Tim. En á ótrúlegan hátt tókst honum að lifa þessa 22 mínútna löngu martröð af. Ekki nóg með það því hann hélt áfram að starfa sem flugmaður.

Það var ekkert sem benti til að eitthvað óeðlilegt væri í uppsiglingu þegar flug 5390 tók á loft frá flugvellinum í Birmingham klukkan 07.20 þann 10. júní 1990. Áfangastaðurinn var Malaga á Spáni. Um borð voru 87 farþegar og áhafnarmeðlimir. En vélin hafði aðeins verið á lofti í 27 mínútur þegar óhappið varð.

Flugvirkjar höfðu unnið við vélina daginn áður og gerðu þá hræðileg mistök. Þegar þeir voru að festa rúður í flugstjórnarklefann notuðu þeir rangar rær, þær voru hálfum millimetra of litlar. Þegar vélin var komin í 7.000 feta hæð brustu rærnar með látum og tvær rúður brotnuðu. Þrýstingurinn var svo mikill að Tim sogaðist úr sæti sínu og hékk hálfur út um gluggann.

Eins og fyrir kraftaverk tókst flugliðum að halda fast í hann í 22 mínútur á meðan hinn flugmaðurinn nauðlenti vélinni. Megnið af tímanum var líkami Tim í 17 gráðu frosti í háloftunum. Hann fékk kalsár og báðir handleggir hans margbrotnuðu. Sjálfur man hann ekkert eftir þessu því hann missti meðvitund um leið og hann sogaðist út um gluggann.

Fjallað var um slysið í þætti National Geographic: Air Crash Investigation: Blown Out.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“