fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Rúmlega 250.000 hafa látist úr COVID-19 í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 04:39

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin hafa slegið enn eitt dapurlegt metið varðandi heimsfaraldur kórónuveirunnar. Landið varð í gær fyrsta land heims þar sem dauðsföll af völdum COVID-19 fara yfir 250.000. Miðað við skráningar Johns Hopkins háskólans þá höfðu 250.029 látist í gær og tæplega 11,5 milljónir höfðu greinst með veiruna. Bandaríkin eiga því metið hvað varðar fjölda staðfestra smita og fjölda látinna.

Smitum hefur fjölgað mjög mikið að undanförnu og fleiri hafa látist en í nokkru öðru landi. BBC skýrir frá þessu og hefur eftir Dr Anthony Fauci, helsta smitsjúkdómasérfræðingi Bandaríkjanna, að landið stefni nú „í öfuga átt á mjög hættulegum tíma“ því nú séu meiri líkur að fólk safnist saman innanhúss þar sem nú kólnar í veðri.

Í New York borg hefur Bill de Blasio, borgarstjóri, fyrirskipað að skólum skuli lokað frá og með deginum í dag vegna fjölgunar smita. Borgin fór einna verst út úr fyrri bylgju faraldursins í vor og vilja yfirvöld ekki missa stjórn á faraldrinum. Ákvörðun um lokun skóla var tekin eftir að hlutfall jákvæðra sýna úr nemendum í opinberum skólum fór yfir 3%. Um 300.000 börn mega því ekki mæta í skólann á næstunni.

Í samtali við BBC varaði Fauci við aukningu smita og þar af leiðandi fleiri dauðsföllum. Hann hvatti fólk til að nota andlitsgrímur, halda góðri fjarlægð sín á milli og forðast fjölmenni. „Þetta virðist svo einfalt og við vitum að þetta virkar. En það er komin ákveðin COVID-þreyta – fólk er orðið þreytt á þessum hömlum,“ sagði hann og hvatti fólk til að þrauka aðeins lengur „því hjálpin er á leiðinni“ í formi bóluefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“