fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Hefur horft á fjóra vini sína láta lífið vegna heilabilunar – Leggur til að sinn heili verði rannsakaður

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 10:50

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir undanfarið hafa leitt það í ljós að knattspyrnufólk er í meiri hættu en flestir aðrir til að glíma við heilabilun á seinni árum. Þannig hafa fjöldi knattspyrnumanna í Englandi greinst með heilabilun á eldri árum.

Sir Bobby Charlton goðsögn úr Heimsmeistaraliði Englands frá 1966 greindist á dögunum með heilabilun. Sir Geoff Hurst sem var í þessu merka liði hefur áhyggjur af þessum niðurstöðum og leggur til breytingar á þjálfun fótboltans.

Aukin tíðni heilabilunar hjá knattspyrnufólki er rakin til þess að boltinn er skallaður og þá eru höfuðhögg í leiknum sögð spila stórt hlutverk.

„Fleiri og fleiri eru að ræða þetta, því meiri pressa sem verður á þessu málefni þá gerist eitthvað. Hættan felst í því að þú skallar boltann oft á æfingum. Ég myndi hætta að skalla boltann á æfingum,“ sagði Hurst.

Hann hefur sjálfur lagt til að heilinn hjá sér verði skoðaður þegar hann fer yfir móðuna miklu. Hann vill ítarlegri rannsóknir á tengingu fótboltans við heilabilun.

Hurst hefur horft á fjóra liðsfélaga úr Heimsmeistaraliðinu frá 1966 láta lífið vegna heilabilunar. „Börn eiga að hætta að skalla boltann, heilinn þeirra er ekki eins þroskaður og hjá fullorðnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoða það að breyta undankeppni EM til að gera hana áhugaverðari

Skoða það að breyta undankeppni EM til að gera hana áhugaverðari
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir „galinn“ brottrekstur hafa komið í bakið á Val

Segir „galinn“ brottrekstur hafa komið í bakið á Val
433Sport
Fyrir 2 dögum

Niðurlæging Leifs í Vesturbænum rataði í fjölmiðla – „Þetta var ekkert eðlilega óþægilegt“

Niðurlæging Leifs í Vesturbænum rataði í fjölmiðla – „Þetta var ekkert eðlilega óþægilegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sverrir orðlaus eftir leik – „Getum sjálfum okkur um kennt“

Sverrir orðlaus eftir leik – „Getum sjálfum okkur um kennt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías: „Ein varsla og fimm mörk, það er ekki frábært“

Elías: „Ein varsla og fimm mörk, það er ekki frábært“