fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Hinn umdeildi Mido drullar yfir Southgate og segir að það verði að reka hann

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate er ekki í miklu uppáhaldi hjá Mido eftir samstarf þeirra hjá Middlesbrough. Mido lék undir stjórn Southgate hjá félaginu.

Framherjinn fyrrverandi frá Egyptalandi segir að enska landsliðið eigi að reka Southgate úr starfi, hann sé í raun vonlaus þjálfari.

„England þarf alvöru stjóra, það er verið að eyða tíma í vitleysu með Southgate,“ sagði Mido sem var umdeildur á sínum ferli, stundum sagður latur.

„Það er rétt að Southgate segir alltaf réttu hlutina í fjölmiðlum, það hefur líklega haldið honum í starfi hingað til. Trúið mér, hann stamar í öllum ræðum þar sem liðið er undir. Leikmenn skynja hræðsluna í honum.“

Mido fer svo yfir samstarf þeirra hjá Middlesbrough. „Ég man eftir honum hjá Boro, hann var skíthræddur þegar við vorum að berjast í fallbaráttu. Það var hans fyrsta starf en svona breytist ekki. Ef þú ert hræddur við að tapa fótboltaleik, þá hættir það ekki. Leikmenn finna þetta.“

„England er með mikla hæfileika en þeir þurfa þjálfara með alvöru karakter. Einhver sem fær leikmenn til að njóta sín og spila án hræðslu. Southgate gerir það ekki.“

Hann lagði svo til að Jose Mourinho yrði ráðinn til starfa og að Southgate færi á skrifstofuna og yrði gerður að stjórnarformanni sambandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot