fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Elísabet endar með Kristianstad í þriðja sæti sænsku deildarinnar – Guðbjörg og Guðrún tryggðu sæti sitt

Sóley Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta umferð sænsku deildarinnar fór fram í dag. Gautaborg hafði tryggt sé titilinn fyrir leikinn. Einnig höfðu Rosengard og Kristianstad tryggt sér sæti í meistaradeild evrópu á næsta ári.

Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad í fjölda ára og er þetta hennar besti árangur með liðið.

Kristianstad tók á móti Linköping. Leiknum lauk með 1-2 sigri Linköping. Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á fyrir Kristianstad á 83. mínútu. Sif Atladóttir er einnig leikmaður Kristianstad en hún hefur ekkert spilað á leiktíðinni. Kristianstad endaði í þriðja sæti deildarinnar.

Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Arnardóttir spiluðu allan leikinn þegar Djurgården tók á móti Uppsala. Djurgården þurfti á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í deildinni. Djurgården sigraði leikinn 2-0 og endaði í níunda sæti.

Uppsala eru þar með fallnar úr deildinni. Anna Rakel Pétursdóttir er á mála hjá Uppsala en hún var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn þegar lið hennar Rosengård tapaði 0-1 fyrir Vaxjö. Rosengård endar í öðru sæti.

Djurgården 2 – 0 Uppsala
1-0 Rachel Bloznalis (4’)
2-0 Linda Motlhalo (79′)

Eskilstuna 0 – 1 Umeå
0-1 Eva Nyström (5‘)

Göteborg 3 – 1 Vittsjö
1-0 Stina Blackstenius (13‘)
2-0 Vilde Bøe Risa (32‘)
3-0 Stina Blackstenius (72′)
3-1 Markaskorara vantar (78′)(Sjálfsmark)

Kristianstad 1 – 2 Linköping
1-0 Hailie Mace (23‘)
1-1 Rachel Hill (49‘)
1-2 Rachel Hill (69‘)

Örebro 0 – 1 Piteå
0-1 Julia Karlenäs (36‘)

Rosengård 0 – 1 Vaxjö
0-1 Signe Andersen (38‘)(Víti)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kobbie vill vera áfram hjá United en er efins með eitt

Kobbie vill vera áfram hjá United en er efins með eitt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmenn United bauluðu á Ratcliffe í gærkvöldi

Starfsmenn United bauluðu á Ratcliffe í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Víðir fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins og svaraði svona – „Er sögð vera afar sjald­gæf tala“

Víðir fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins og svaraði svona – „Er sögð vera afar sjald­gæf tala“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Modric kveður Real Madrid

Modric kveður Real Madrid
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sandra ver mark Hafnfirðinga

Sandra ver mark Hafnfirðinga