fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Erik Hamren hættir sem þjálfari Íslands – „Þetta var mín ákvörðun“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 09:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren mun hætta sem þjálfari Íslands eftir leikina gegn Dönum og Englandi. Þetta staðfesti hann á fréttamannafundi í dag.

„Tveir leikir eftir á þessu ári, tveir mikilvægir leikir gegn Dönum og Englandi. Ég mun hætta sem þjálfari Íslands, ég fékk spurningar um þetta eftir Ungverjaland. Ég ræddi við Guðna og leikmennina, ég vildi láta þá vita að ég hætti,“ sagði Hamren og kom mörgum á óvart með þessari tilkynningu.

Eftir að Ísland komst ekki inn á EM ákvað hann að láta af störfum en það var hans ákvörðun.

„Þegar ég fékk tilboðið um að taka við starfinu, ég taldi mig geta komið liðinu á EM. Ég hafði farið þangað með Svíum og vildi fara með Ísland, ég trúði því. Það var markmið mitt. Við vorum nálægt þessu, mjög nálægt. Við hefðum farið inn á EM með gömlu reglunum í riðlakeppninni sem besta þriðja sætið. Við vorum komnir á EM þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum gegn Ungverjalandi.“

„Ég vil þakka mörgum og kveðja, sérstaklega leikmennina.“

„Þetta var mín ákvörðun, markmiðið var að fara á EM og láta svo annan taka yfir. Núna förum við ekki á EM, undankeppni HM byrjar í mars og það er betra í mínum huga að annar taki við.“

Hamren tók við landsliðinu eftir HM 2018 og ætlaði sér að koma liðinu á EM, eftir að það mistókst ákvað hann að láta af störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp