fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

100 ára gamall skítur afhjúpaði áður óþekkta tegund

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 18:30

Popa langur api í Myanmar. Mynd:AFP PHOTO/ THAUNG WIN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað nýja tegund prímata. Um er að ræða litla apa, The Popa langur, sem búa í trjám í miðhluta Myanmar. Andlit þeirra er eins og gríma með óviðráðanlegt grátt hár. Aðeins eru um 200 til 250 apar af þessari tegund sem er í útrýmingarhættu.

Það var 100 ára gamall skítur sem kom vísindamönnum á spor tegundarinnar. Hún hefur verið til í um 100 milljónir ára hið minnsta segir í niðurstöðum rannsóknar sem var birt í Zoological Research í síðustu viku. Eins og fyrr segir er tegundin í útrýmingarhættu en henni stafar aðallega hætta af veiðum og ágangi manna í heimkynnum hennar.

Fyrstu vísbendingarnar um tegundina fundust í bakherbergi London Natural History Museum þegar erfðarannsókn var gerð á 100 ára gömlum apaskít frá Myanmar. Breskir vísindamenn höfðu tekið skítinn með sér heim eftir rannsóknarleiðangur í landinu, sem hét þá Burma og var bresk nýlenda.

Fyrstu myndirnar af öpum þessarar tegundar náðust ekki fyrr en 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“