fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fókus

Segist hafa verið bönnuð á Tinder fyrir að vera „of heit“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 10:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram fyrirsætan Luna Benna segir að stefnumótaforritið Tinder hafi bannað sig á miðlinum því hún er „of heit.“

„Ég er of heit fyrir Tinder,“ sagði hún við Jam Press. NY Post og fjöldi fjölmiðla vestanhafs greina frá. Hún segir stefnumótaforritið hafa fordóma gagnvart henni fyrir að vera of aðlaðandi.

Luna heldur einnig úti OnlyFans síðu þar sem hún mokar inn seðlum.

Vandræðalegt stefnumót

Luna skráði sig fyrst á Tinder fyrir þremur árum. „Ég var ung, heimsk og í leit að ástinni,“ segir hún.

Hún segir að hún hafi fengið mikla athygli á stefnumótaforritinu og fjöldi karlmanna hafi haft samband við hana. Karlmenn hrósuðu henni, vildu senda henni gjafir og sumir meira að segja báru upp bónorð.

„Ég fékk svo mikið af skrýtnum og kjánalegum skilaboðum þegar ég var á Tinder. Karlmenn vildu bjóða mér í ferðalag, báðu mig um að giftast sér og meira segja buðu mér pening ef ég myndi samþykkja að hitta þá, sem ég gerði aldrei.“

 

View this post on Instagram

 

Interesting fact: a shark will only attack you if you’re wet. Like & Comment if you’re a 🦈 Shark..😈

A post shared by ˗ˏˋ Luna Benna ˊˎ˗ (@luna.benna) on

Luna segir að þrátt fyrir að hafa fengið svona mikla athygli á stefnumótaforritinu hafi hún aðeins hitt nokkra karlmenn í persónu. Hún rifjar upp mjög vandræðalegt stefnumót.

„Þessi gaur sagði að nærvera mín væri svo öflug að honum liði óþægilega. Hann sagði að ég hefði þau áhrif á hann að hann væri tímabundið lamaður og að hann hafði aldrei hitt konu eins og mig. Við áttum ekki margt sameiginlegt og stefnumótið varð bara skrýtið eftir þetta,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

Would you be mine? Could you be mine? Won’t you be my neighbor?🏡

A post shared by ˗ˏˋ Luna Benna ˊˎ˗ (@luna.benna) on

Hent út af Tinder

Tilhugalífið á Tinder gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Stefnumótaforritið var sífellt að eyða myndunum hennar, því það hélt að um gerviprófíl væri að ræða. Myndirnar hennar voru svo vinsælar að óprúttnir aðilar voru að nota þær til að búa til gerviprófíla eða auglýsa vændi.

„Reglulega gerðist það að fólk hótaði mér á Tinder fyrir að vera of aðlaðandi. Fólk var líka að stela myndunum mínum og græða á þeim,“ segir hún.

Þetta endaði með því að Tinder gat ekki greint muninn á milli hinnar raunverulegu Lunu og þeirra sem voru að þykjast vera hún.

En allt er gott sem endar vel, Lunu tókst að kynnast kærastanum sínum á Tinder rétt áður en henni var hent út af stefnumótaforritinu.

„Við erum eiginlega ofurpar,“ segir Luna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“