fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Pressan

Sjúkrahús neitaði að veita 12 ára stúlku meðferð – Ástæðan er starf móður hennar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 05:25

Tracy í vinnunni. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánuðum saman hefur Emily, sem er 12 ára og býr í Stoke-on-Trent á Englandi, glímt við skyndileg svimaköst. Móðir hennar, Tracy Shenton, bókaði því tíma fyrir hana hjá lækni á Bradwell sjúkrahúsinu. En þegar mæðgurnar komu á sjúkrahúsið var þeim tjáð að Emily myndi ekki fá þjónustu þar. Ástæðan sem var gefin upp er starf móður hennar.

Tracy starfar sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Royal Stoke háskólasjúkrahússins. Af þeim sökum taldi starfsfólkið á Bradwell hættu á að hún myndi bera kórónuveirusmit með sér inn á sjúkrahúsið því hún hafði sinnt fólki sem er smitað af kórónuveirunni. Skipti engu þótt Tracy segði þeim að hún hefði engin einkenni smits og að hún klæðist alltaf hlífðarfatnaði þegar hún er við störf.

Í samtali við Stoke-on-Trent Live sagðist Tracy vera mjög reið og æst yfir þessu: „Ég er með mömmusamviskubit. Hún heyrði samtalið og missti bara andlitið. Að hún gat ekki fengið þjónustu vegna starfs míns varð til að ég fékk samviskubit. Ég vissi að ég átti að fara að vinna daginn eftir en vildi ekki fara og hugsa um annað fólk því dóttir mín fékk ekki læknishjálp. Ég get ekki lýst því hvað ég var æst.“

Hún sagðist hafa sagt starfsfólki Bradwell sjúkrahússins að verið væri að mismuna þeim vegna starfs hennar. Ef eiginmaður hennar hefði komið með Emily hefði hún fengið þjónustu.

Heilbrigðisyfirvöld í North Staffordshire hafa nú beðið mæðgurnar afsökunar á málinu og segja að vinnureglum hafi verið breytt svo svona atvik komi ekki aftur upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna
Pressan
Í gær

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni