fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Leyniþjónustan undirbýr sig undir sigur Joe Biden – Bætir við öryggisgæslu hans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 06:50

Joe Biden

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leyniþjónustan, Secret Service, sem sér um öryggisgæslu háttsettra embættismanna landsins, þar á meðal forsetans, er nú að undirbúa sig undir sigur Joe Biden í forsetakosningunum. Nú þegar hefur verið ákveðið að senda liðsauka til Wilmington í Delaware til að styrkja öryggisgæsluna í kringum Biden.

Washington Post skýrir frá þessu og hefur heimildarmönnum innan leyniþjónustunnar. Kosningaframboð Biden býr sig nú undir að lýsa yfir sigri í kosningunum og er jafnvel reiknað með að það verði gert í dag.

Af þessum sökum hefur leyniþjónustan ákveðið að bæta við öryggisgæslu hans. Biden er í heimabæ sínum Wilmington og hefur að sögn heimildarmanna í hyggju að ávarpa bandarísku þjóðina þaðan og tilkynna um sigur sinn þegar niðurstöður talninga gefa tilefni til. Það gæti jafnvel orðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið