fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Skelfileg uppgötvun í Danmörku – Getur sent heimsbyggðina aftur á byrjunarreit með kórónuveirufaraldurinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 05:39

Minkar í dönsku minkabúi. Mynd: EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin tilkynnti á fréttamannafundi í gær að allir minkar í minkabúum landsins skuli aflífaðir. Þetta er gert þar sem kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hefur borist í mörg bú og sýkt dýr. Fram að þessu hafa minkar, í búum þar sem smit hafa komið upp, verið aflífaðir og í öllum minkabúum í um 8 km radíus frá búi með smiti. En nú gildir einu hvort smit hefur komið upp, öllum dýrunum verður lógað og hræin brennd.

Ástæðan er að samkvæmt minnisblaði frá dönsku smitsjúkdómastofnuninni kemur fram að COVID-19 smit sem berst í fólk úr minkum getur stökkbreyst og hugsanlega orðið til þess að væntanleg bóluefni gegn veirunni verði óvirkt. Minnisblaðið var sent ríkisstjórninni á þriðjudaginn.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá hafa rannsóknir sýnt að kórónuveira, sem barst í tólf manns á Norður-Jótlandi úr minkum, hafi stökkbreyst svo mikið að hún geti ógnað virkni væntanlegra bóluefna. Stökkbreytingin olli því að fólkið myndaði ekki mótefni gegn veirunni. Það getur dregið úr virkni væntanlegra bóluefna eða í versta falli gert þau gagnslaus.

Nú þegar er búið að aflífa 1,5 milljónir minka en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður öllum 15-17 milljónum minka í minkabúum landsins nú lógað.

Á fundinum sagði heilbrigðisráðherrann, Magnus Heunicke, að stökkbreytingar veirunnar ógni baráttu heimsins gegn veirunni.

„Rannsóknir hafa sýnt að stökkbreytingarnar geta haft áhrif á væntanleg bóluefni gegn COVID-19. Þetta er ógn við þróun bóluefna gegn kórónuveirunni. Þess vegna er mikilvægt að við bregðumst við hér innanlands,“

sagði hann.

Einnig verður gripið til hertra sóttvarnaaðgerða á Norður-Jótlandi, þar sem flest sýktu minkabúin eru, og verður tilkynnt um hertar aðgerðir í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk vinkonu sína 500 sinnum

Stakk vinkonu sína 500 sinnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm
Pressan
Fyrir 6 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt