fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Tæpur þriðjungur hælisleitenda hefur fengið vernd hér á landi síðustu fimm ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 06:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá árinu 2016 til septemberloka 2020 sóttu 4.410 um alþjóðlega vernd hér á landi. Á þessu tímabili var 1.352 einstaklingum veitt vernd, viðbótarvernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þetta er 31% af heildarfjölda umsækjenda.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að hlutfallið hafi verið breytilegt á milli ára því miklar breytingar hafi orðið á hvaðan umsækjendur koma.

Til viðbótar við þetta fengu 229 manns, svokallaðir kvótaflóttamenn, vernd hér á landi.

Ástæður fyrir að vernd er veitt hér á landi eru mismunandi, til dæmis vernd, viðbótarvernd eða mannúðarleyfi.

Ef miðað er við höfðatölu þá fengu Svíar fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en Íslendingar á árunum 2015-2019 eða 257 á hverja 100.000 íbúa, hér á landi voru umsóknirnar 237 á hverja 100.000 íbúa. Í Finnlandi voru umsóknirnar 82, í Danmörku 47 og 43 í Noregi á hverja 100.000 íbúa. Þetta er byggt á tölum frá Eurostat, evrópsku hagstofunni.

Hvað varðar jákvæða afgreiðslu á umsóknum miðað við höfðatölu þá fengu 115 hæli fyrir hverja 100.000 íbúa í Svíþjóð, 106 á Íslandi, 80 í Finnlandi, 38 í Noregi og 31 í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar