fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Dæmdur í 25 ára fangelsi – Kveikti í þremur kirkjum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 20:15

Holden Matthews. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Holden Matthews, 23 ára, var nýlega dæmdur í 25 ára fangelsi í Creole sýslu í Louisiana í Bandaríkjunum. Hann þarf einnig að greiða 2,66 milljónir dollara í bætur til kirknanna sem hann kveikti í. Hann var fundinn sekur um að hafa kveikt í þremur kirkjum í sýslunni. Allar tengdust þær sögu svartra í ríkinu.

Matthews játaði að hafa af ásettu ráði kveikt í kirkjunum sem tilheyrðu söfnuðum svartra baptista. Þetta gerði hann á tíu dögum í mars og apríl 2019. Hann sagðist hafa kveikt í þessum kirkjum til að reyna að styrkja feril sinn sem „Black Metal“ tónlistarmaður. Hann hermdi því eftir norskum tónlistarmanni, einnig „Black Metal“, sem kveikti í fjórum kirkjum í Noregi á tíunda áratugnum. CNN skýrir frá þessu.

Kirkjurnar, sem Matthews kveikti í, gjöreyðilögðust allar. Sögu þeirra mátti rekja aftur til endurreisnartímabilsins í kjölfar Þrælastríðsins. Margar kynslóðir svartra Bandaríkjamanna höfðu komið í þessar kirkjur í gegnum tíðina til að iðka trú sína að sögn Eric Dreiband aðstoðardómsmálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni