fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Dæmdur í 25 ára fangelsi – Kveikti í þremur kirkjum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 20:15

Holden Matthews. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Holden Matthews, 23 ára, var nýlega dæmdur í 25 ára fangelsi í Creole sýslu í Louisiana í Bandaríkjunum. Hann þarf einnig að greiða 2,66 milljónir dollara í bætur til kirknanna sem hann kveikti í. Hann var fundinn sekur um að hafa kveikt í þremur kirkjum í sýslunni. Allar tengdust þær sögu svartra í ríkinu.

Matthews játaði að hafa af ásettu ráði kveikt í kirkjunum sem tilheyrðu söfnuðum svartra baptista. Þetta gerði hann á tíu dögum í mars og apríl 2019. Hann sagðist hafa kveikt í þessum kirkjum til að reyna að styrkja feril sinn sem „Black Metal“ tónlistarmaður. Hann hermdi því eftir norskum tónlistarmanni, einnig „Black Metal“, sem kveikti í fjórum kirkjum í Noregi á tíunda áratugnum. CNN skýrir frá þessu.

Kirkjurnar, sem Matthews kveikti í, gjöreyðilögðust allar. Sögu þeirra mátti rekja aftur til endurreisnartímabilsins í kjölfar Þrælastríðsins. Margar kynslóðir svartra Bandaríkjamanna höfðu komið í þessar kirkjur í gegnum tíðina til að iðka trú sína að sögn Eric Dreiband aðstoðardómsmálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma